Tel: +354 481 3636info@hoteleyjar.is

Um Vestmannaeyjar

Safnastarfsemi.

Í Safnahúsi Vestmannaeyjabæjar eru:

 • Bókasafn Vestmannaeyja er eitt elsta bókasafn á Íslandi.
 • Héraðsskjalasafn.
 • Byggðasafn – Landlyst, sem er staðsett á Skansinum og er elsta hús Vestmanneyja og hýsir nú læknaminjasafn.
 • Ljósmyndasafnið
 • Listasafn. Vestmannaeyingar eiga eitt stærsta safn listaverka eftir Jóhannesar S. Kjarval utan Reykjavíkur. Myndir eftir heimamennina Júlíönnu Sveinsdóttur, Sverri Haraldsson og fleiri.
 • Verið er að vinna að skrá- og uppsetningu Sigmundsafnsins.

Bókasöfn grunnskólanna eru í nánu samstarfi við aðalsafnið, svo er nánara samstarf Byggðasafns og Framhaldsskólans fyrirhugað. Búið að gera Byggðasafnið aðgengilegt og „notendavænt“ og þar er gosminjabás með eldfjalli og hlutum tengt gosinu 1973.

Fiska- og náttúrugripasafnið er staðsett við Heiðarveg.

 • Líklega þekktast safnanna, eitt hið besta sinnar tegundar á landinu með lifandi fiska og sjávardýr, auk þess eru uppstoppaðir fuglar og einstakt steinasafn.Eldheimar.
  • ELDHEIMAR er gosminjasýning. Sýningin miðlar fróðleik um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973, sem án efa telst til stærstu náttúruhamfara Íslandssögunnar.Uppákomur og hátíðarhöld.
   • Þrettándinn vegleg fjölskylduhátíð í janúar. 
   • Listsýningar, uppákomur og Páskaganga um páskana.
   • Listahátíð ungs fólks í apríl og fleira þeim tengt.
   • Sumardagurinn fyrsti, bæjarlistamaður útnefndur og hátíðarhöld.
   • Hvítasunnan, Dagar lita og tóna, jazzhátíð og myndlistarveisla og aðrar listsýningar.
   • Sjómannadagurinn stendur yfir fyrstu helgina í júní og skipar stóran sess sem hátíðisdagur í huga Eyjamanna.
   • 17.júní með skrúðgöngu og uppákomum.
   • Goslokahátíð í byrjun júlí.
   • Bryggjudagar um miðjan júlí.
   • Þjóðhátíð Vestmannaeyja í ágúst. 
   • Nótt safnanna á haustin.
   • Lundaball í október
   • Sjóstangveiðifélagið stendur árlega fyrir nokkrum mótum.
    Annað
   • Vestmannaeyjar er ein helsta náttúruperla landsins og það er ekki að ástæðulausu sem þær hafa verið kallaðar “Kaprí norðursins”.
   • Heilbrigðisþjónusta í Eyjum er öflug og nú standa yfir endurbætur á sjúkrahúsinu sem koma til með að styrkja enn frekar það starf sem þar er unnið.
   • Í könnun meðal fólks í Vestmannaeyjum kom fram að samkennd Eyjamanna væri einn helsti kostur þess að búa í Eyjum.
   • Sökum landfræðilegrar legu er þjónusta í Eyjum mun meiri en hjá sambærilegu sveitarfélagi.
    Í Vestmannaeyjum eru stuttar vegalengdir þannig að lítill tími fer í að skjótast í og úr vinnu eða að sækja og skutla krökkunum í nám eða til æfinga. Þess í stað getur fólk notað tímann til áhugamála eða að slappa af.
   • Hagstætt verð á íbúðarhúsnæði.
   • Mjög snjólétt er í Eyjum yfir vetrartímann.